Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Furðuleg rök..

Sjálfstæðismenn bentu m.a. á að þeir sem skulda mest myndu fá mest. 20% skuldaniðurfærsla þýddi að sá sem skuldar 120 milljónir fær 24 milljónir í skuldalækkun en sá sem skuldar 20 milljónir fengi 4 milljónir í lækkun.

Afhverju ætti sá sem skuldar 120 milljónir ekki að fá meiri niðurfellingu, gefið að báðir hafi verið með lánið jafn lengi.

Ef 2 einstaklingar tóku lán fyrir hrun á sama tíma, annar 10 milljónir en hinn 100 milljónir og báðir einstaklingar lenda í sömu óeðlilegu hækkun hlutfallslega, afhverju ættu þeir þá ekki fá hlutfallslega sömu niðurfellingu þ.e. t.d. 20%, vissulega fær sá sem skuldar meira hærri krónutölu til baka en það er eðlilegt þar sem lánið hjá þeim einstaklingi hækkaði líka um hærri krónutölu.

Væri það ekki órétti ef allir fengju endurgreitt sömu krónutöluna, þurfum við þá ekki líka að gefa þeim sem voru ekki með lán sömu tölu svo allir séu "jafnir".


mbl.is Báðir lofa skattaafslætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðsluaðlögun.

Væri ekki málið að setja svona fyrirtæki bara í greiðsluaðlögun (lengja lánstímann og þess háttar, hirða hverja einustu krónu sem kemur í gróða hjá því í afborganir) frekar en að afskrifa skuldir þeirra eins, fyrst að almenningur á að geta gert þetta þá ættu þessi fyrirtæki að geta það líka ekki satt?


mbl.is Aðferðir alltaf umdeilanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grín.

Alltaf kemur meira og meira í ljós hversu mikið grín þessi samningasveit var sem var send til Breta og Hollendinga að semja um Icesave.

Það hefur eflaust verið veðmál á milli samningamanna á hinni hliðinni hvað þeir kæmust upp með að troða í þennan samning.

Lögfræðingur 1 við lögfræðing 2 hjá Bretum : "Hey I bet 50 pounds I can get those guys to accept this deal to be backed up by the government heh heh."

"Double or nothing if I get them to shiver while they write their name on the contract!!!"

Ætli þetta hafi hugsanlega bara verið raunin?


mbl.is Icesave-áliti dreift á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prýðilega sáttur að þröngva ennþá meira skuldafeni yfir landi og þjóð

Sorglegt að heyra þetta, þingmaður sem er stoltur yfir því að svíkja land og þjóð í fáranlegann skuldapakka.

Sameiginlegt markmið allra hafi frá upphafi verið að tryggja sem sterkasta stöðu þjóðarinnar gagnvart viðsemjendum sínum

Þetta markmið náðist aldrei, heldur misheppnaðist alveg hrapalega.

þetta góða fólk sem eytt hefur mestöllu sumrinu í gríðarlega vinnu á hrós og þakkir skildar

Hvernig getur maðurinn ætlast til þess að nokkur manneskja hrósi eða þakki vinnu sem er banabiti fyrir velferð þjóðarinnar.

Það er ákáflega gott að fá farsæla lausn á þessu máli og fá það frá þannig að það hætti að tefja fyrir og við getum snúið okkur að uppbyggingarverkefnunum.

Já það er eflaust ákaflega gott fyrir Breta og Hollendinga þessi "farsæla lausn", Steingrími tókst að gera sína vinnu vel fyrir þá Breta og Hollendinga, verst að hann var ekki að vinna að hagsmunum fyrir þá sem borga honum laun þ.e. Íslenska þjóð, ætli hann sé í svartri vinnu fyrir áðurnefndar þjóðir?


mbl.is Fagnar víðtækri samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil andstaða gagnvart vinnubrögðum stjórnarinnar.

Gott framtak þarna í að mótmæla afglöpum núverandi ríkistjórnar, sem eru mörg og hæst þar lætur ESB umsókn og glæpsamlega lélegur Icesave samningur.


mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegt orðalag hjá ríkistjórninni

Er þetta ég eða virðist þetta vera vinnureglur hjá þessari ríkistjórn, ef þau nenna ekki að standa í því þá bara drífa það í gegn!! 

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis segir starfsfólk þingsins orðið óþreyjufullt að komast í sumarfrí.

Svavar Gestson "Nennti ekki að liggja yfir þessu lengur. "

?? "Leiðinlegt að hafa þetta mál hangandi yfir manni", um icesave.


mbl.is Sátt að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur ekki sannfærandi.

Eftir að hafa lesið eftirfarandi fyrirsögn "Steingrímur um Icesave: Það gat aldrei komið út góð niðurstaða fyrir Ísland " þá blöskraði mér.

Svona tala nefnilega þeir sem eru búnir að gefast upp og sýnir það og sannar Steingrímur hér, einnig segir hann eftirfarandi "Steingrímur sagði gagnrýni á samninganefndina í hæsta máta ósanngjarna því reiðin ætti með réttu að beinast að þeim sem stofnuðu til vandamálsins.".

Er maðurinn ekki að grínast?, hvernig fær hann það út að þó að vandamálið sé einhverjum öðrum að kenna að þá sé allt í lagi fyrir hann að stunda sína vinnu illa!

Hér er annað dæmi : Þjófur stelur veski fyrir frama lögregluþjón, lögregluþjónn ákveður að elta þjófinn ekki, seinna er lögregluþjónninn spurðu hví hann elti ekki þjófinn, hann svara : æji ég sá enga ástæðu til þess því hann hefði eflaust náð að komast undan hvort eð er.

Er þetta eitthvað sem við myndum sætta okkur við hjá lögregluþjónum landsins? mig grunar að svarið sé nei!

Svo hvers vegna Steingrímur er það allt í lagi fyrir Icesave samninganefndina að koma heim með lélegann samning þó að vandamálið sé einhverjum öðrum að kenna?

Ég vona okkar allra vegna að þetta hafi verið léleg fréttamennska og það hafi verið haft rangt eftir honum Steingrími frekar en hinn kostinn, sem er Ríkistjórn sem er búin að gefast upp.!


Um bloggið

Halldór

Höfundur

Halldór Björgvin Jóhannsson
Halldór Björgvin Jóhannsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband