Hún ætti að líta á eigin barm...

Ólína gagnrýnir forseta Íslands fyrir réttmæta gagnrýni á ríkisstjórnina, það er alveg rétt hjá honum að ríkisstjórnin hafi beygt sig fyrir ótækum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu.

Samfylkingin og VG eru rosalega viðkvæm fyrir gagnrýni og má ekkert segja um nokkurn skapaðan hlut sem tengist þessari ríkisstjórn eða ríkisstjórnarflokkunum, það er allt reynt að þagga niður og fela.

Ólína segir líka " Einnig hefði komið í ljós að eignir Landsbankans dygðu fyrir kröfum Breta og Hollendinga og því mætti spyrja hvort Íslendingar hefðu til einskis þjáðst í umræðunni undanfarin tvö ár." það er alveg rétt, þjóðin var að þjást til einskis í þessu Icesave máli, það átti að henda því út af borðinu strax, ekki að eltast við það í þessi 2 ár eins og ríkisstjórnin hamaðist við, ríkisstjórn sem vill svo skemmtilega til að hennar eigin flokkur er aðili að, þarna er Ólína í raun að gagnrýna eigin flokk eflaust án þess að ætla sér það.

Ég tel að Ólína ætti að líta á eigin barm þegar kemur að því að ætlast til þess að nokkur einstaklingur hvort sem hann er forseti eða ekki gangi inn í umræður af ábyrgð, sérstaklega þar sem hún er rosalega dugleg við að opna á sér trantinn og spúa út algerri vitleysu.


mbl.is Gangi inn í umræðu af ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er Ríkisstjórnin sem þarf að svara fyrir þessa framkomu sína í þessu máli, ekki Forseti vor sem stóð með stórum meirihluta Þjóðar sinnar.

Ekki var það Ríkisstjórnin sem gerði það...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.9.2011 kl. 13:26

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég er alveg sammála þér Ingibjörg að ríkisstjórnin þarf að svara fyrir sína framkomu í þessu máli, forsetinn gerði alveg hárrétt í Icesave 2 og 3 er hann sendi þau í þjóðaratkvæðið.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.9.2011 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldór

Höfundur

Halldór Björgvin Jóhannsson
Halldór Björgvin Jóhannsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband