4.5.2013 | 15:39
Furðuleg rök..
Sjálfstæðismenn bentu m.a. á að þeir sem skulda mest myndu fá mest. 20% skuldaniðurfærsla þýddi að sá sem skuldar 120 milljónir fær 24 milljónir í skuldalækkun en sá sem skuldar 20 milljónir fengi 4 milljónir í lækkun.
Afhverju ætti sá sem skuldar 120 milljónir ekki að fá meiri niðurfellingu, gefið að báðir hafi verið með lánið jafn lengi.
Ef 2 einstaklingar tóku lán fyrir hrun á sama tíma, annar 10 milljónir en hinn 100 milljónir og báðir einstaklingar lenda í sömu óeðlilegu hækkun hlutfallslega, afhverju ættu þeir þá ekki fá hlutfallslega sömu niðurfellingu þ.e. t.d. 20%, vissulega fær sá sem skuldar meira hærri krónutölu til baka en það er eðlilegt þar sem lánið hjá þeim einstaklingi hækkaði líka um hærri krónutölu.
Væri það ekki órétti ef allir fengju endurgreitt sömu krónutöluna, þurfum við þá ekki líka að gefa þeim sem voru ekki með lán sömu tölu svo allir séu "jafnir".
Báðir lofa skattaafslætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Um bloggið
Halldór
Nýjustu færslur
- 7.1.2019 Og í öðrum fréttum...
- 17.3.2015 Eina vanhugsunin er hjá honum sjálfum.
- 29.11.2013 Guðmundur Steingrímsson og Björt Framtíð gefa lort í heimili ...
- 28.9.2013 Ósammála.
- 4.6.2013 Merkileg frétt!!
Athugasemdir
Af því að það er ríkinu sem er ætlað að borga þetta. Af hverju ætti ég sem skattgreiðandi að verðlauna fólk sem skuldsetti sig meira en góðu hófi gegndi. Það væri einmitt sangjarnt að allir fengju sömu krónutölu. Hún mundi muna þá sem hafa lægstu launin mest.
Svona fyrir utan að það tíðkast yfirleitt ekki að það seu skattgreiðendur sem séu að borga lán niður fyrir suma. Nema í spillingarlöndum.
Ef að við náum peningum út úr kröfuhöfum er það langt í frá sanngjarnt að sum heimili fái jafnvel tugi milljarða niðurgreidda á meðan t.d. að atvinnulausir leigjendur sem misstu vinnuna í hruninu fá ekkert nema þessar 170 þúsund kr á mánuði. Þau heimili sem hafa selt allt sem þau áttu til að láta þetta ganga en keyptu ekki á hrunárunum fá væntanlega ekkert eða lítið.
Öryrkjar og ellilifeyrisþegar fá ekkert af þessu þó bætur þeirra hafi veirð skertar vegna þess að ríkði hafði ekki peninga til að greiða hærri bætur. Og nú þegar menn tala um möguleika á að ná í óvænta peninga þá ættu þeir að ganga fyrir .
Þetta er bara langt frá því að vera sanngjarnt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2013 kl. 16:44
Flest allir hafa tekið á sig skerðingu eftir hrun, hvort sem það eru atvinnulausir eða vinnandi fólk.
Það sem við erum að tala um er leiðrétting á lánum og það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir skuldsetningu, það er hinn mikli misskilningur, þeir sem tóku stærri lán fá stærri hækkun á lánin sín í krónutölu, hvar er sanngirnin að þeir fái minna til baka hlutfallslega?
Afhverju ættu ekki allir lántakendur að fá sömu niðurfellinguna (hlutfall), ef þessir sem taka stærri lán hafa ráðið við að borga þau þá hafa þessir sömu væntanlega borgað meiri skatta ekki satt? Þeir eru að borga sama hlutfall af sínu í skatta og ættu því að fá sama hlutfall og aðrir þegar kemur að leiðréttingu.
Fyndist þér t.d. það sanngjarnt að allir borguðu sömu skatta (Þ.e. sömu krónutölu óháð launum)?
Ef þessir sem skulda meira fá sömu krónutölu til baka þá ætti það að vera jafn sanngjarnt fyrir þá að borga sömu krónutölu í skatta ekki satt?
100.000 í skatt á mánuði á alla óháð launum, er það "jöfnuður" sem menn vilja?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.5.2013 kl. 17:21
Þú ert með þetta Halldór, hinsvegar hef ég mikið velt því fyrir mér hvað nafni var að gera í Þroskaþjálfaskóla Íslands og dettur helst í hug að hann hafi verið notaður sem dæmi um erfitt tilfelli.
Þó verð ég að taka undir það með nafna að hugmyndir flokkanna um að leiðrétta skuldir heimila í gegnum skattkerfið með skattaafslætti er engin leiðrétting á forsemubresti heldur fjármögnun á forsemdubresti.
Magnús Sigurðsson, 4.5.2013 kl. 20:00
Þó verð ég að taka undir það með nafna að hugmyndir flokkanna um að leiðrétta skuldir heimila í gegnum skattkerfið með skattaafslætti er engin leiðrétting á forsemubresti heldur fjármögnun á forsemdubresti.
Það er rétt Magnús S., það er engin leiðrétting þarna, heldur er verið að auðvelda greiðslur á næstunni en rót vandans er ennþá til staðar, þ.e. höfuðstóllinn á láninu er ennþá jafn hár og tapið á fasteigninni er ennþá til staðar, þetta veldur því að margir geta ekki losað sig út úr íbúðum vegna þess að höfuðstóllin er töluvert hærri en virði eignarinnar.
Það er einnig þannig að þrátt fyrir leiðréttinguna sem Framsókn mælir með að þá er vandinn ennþá til staðar, vissulega lækkar lánið hugsanlega en verðbólgan er ennþá til staðar og lánið byrjar upp á nýtt að hækka upp úr öllu valdi, það sem ríkisstjórnin þarf að gera er að setja þak á verðtryggingu upp á kannski 1-2% og þá myndu bankarnir passa að verðbólga héldist lág þar sem allt yfir þá % yrði á kostnað bankanna, einnig þá mætti skikka þá til að bjóða upp á lægri vexti í leiðinni því annars myndu þeir eflaust lækka alla vexti um sem nemur nokkrum prósentum (þ.e. í raun passa það með löggjöf að þeir myndu ekki hækka alla vexti til að koma til móts við þakið á verðtryggingunni).
Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.5.2013 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.