30.9.2009 | 12:28
Furðuleg rök fyrir þessu.
Hann segir jafnframt í samtali við mbl.is að sl. sumar hafi orðið til dómafordæmi í svokölluðu DC++ máli. Það að gera öðrum kleift að brjóta höfundarrétt geri menn meðseka í þeirra brotum.
Er þá ekki með sömu rökum hægt að kæra Apple og Microsoft fyrir það að framleiða stýrikerfi sem gera öðrum kleift að brjóta höfundarrétt?
Er þá ekki hægt að kæra framleiðendur vélbúnaðar fyrir það að framleiða t.d. skjái, lyklaborð og tala nú ekki um tölvuna sjálfa sem gerir öðrum kleift að brjóta höfundarrétt?
Er þá ekki með sömu rökum hægt að kæra t.d. Símann fyrir það að gera öðrum kleift að brjóta höfundarrétt?
Er þá ekki hægt að kæra þá veitu sem færir þér rafmagn í tölvuna þína fyrir það að gera þér kleift að brjóta höfundarrétt?
Geta þeir ekki líka bara kært höfundana fyrir það að búa til efnið sem gerði öðrum kleift að brjóta höfundarrétt?
Og ekki má gleyma því að kæra persónuna sem fann upp þá staðla sem gera notendum kleift að tengja sama tölvurnar sína og þar með gera öðrum kleift að brjóta höfundarrétt!!
SMÁÍS kæra ólöglega dreifingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldór
Nýjustu færslur
- 7.1.2019 Og í öðrum fréttum...
- 17.3.2015 Eina vanhugsunin er hjá honum sjálfum.
- 29.11.2013 Guðmundur Steingrímsson og Björt Framtíð gefa lort í heimili ...
- 28.9.2013 Ósammála.
- 4.6.2013 Merkileg frétt!!
Athugasemdir
Kærum bara allt og alla.
Neptúnus Egilsson Hirt (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:43
Ekki gleyma videótækjunum.
Axel Þór Kolbeinsson, 30.9.2009 kl. 12:44
Kærum bara allt og alla.
Ég sé fram á að lögfræði er fínt fag til að læra, ekki kemur til með að vanta atvinnu í framtíðinni 8)
Ekki gleyma videótækjunum.Eru ekki rukkuð stefgjöld fyrir videóspólur og því tengt?, er maður þá ekki löglegur að taka upp á vídeóspólu hvað sem er?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.9.2009 kl. 13:27
Ekki löglegur, bara refsað fyrirfram.
Axel Þór Kolbeinsson, 30.9.2009 kl. 13:29
Það er einnig spurning hvort þessi dómar standist lögin, því þessi deilendur á torrent eru í 99+% tilvika aldrei að deila heilu efni á 1 annan notanda sem getur talist vera ólöglegt í raun, þar sem það er heildarskráin sem er ólögleg og er heildarskráin í 99+% tilvika aldrei fengin frá sama aðilanum í heild sinni, það eru bitar frá mörgum notendum sem eru settir saman í eina heild sem verður ólögleg..
Ef þessi rök mín standast ekki, er þá ekki hægt að kæra alla notendur heimsins fyrir höfundarréttarbrot þar sem það er hægt að taka hvern einasta bita á harðadisknum hjá þeim og bera saman við bita í höfundarréttarvarðri skrá ef það er farið í nógu lítinn bita, eins og einn staf.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.9.2009 kl. 13:33
Ekki löglegur, bara refsað fyrirfram.
Góður punktur 8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.9.2009 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.